"Valkyrjan" er spennandi og skemmtileg saga af ævintýrum tólf ára stelpu sem heitir Hildur. Hún er dugleg og kjarkmikil og alveg óhrædd að takast á við strákana í Álfafjarðarbæ þar sem hún á heima hjá ömmu sinni og afa.

Dag nokkurn verður hún fyrir óvæntri árás og þegar hún veit næst af sér er allt gjörbreytt. Hún er komin til Goðheima og þar bíða hennar ýmsar mannraunir og þrautir. Hildur hittir þrjár valkyrjur og fylgir þeim til Ásgarðs þar sem Óðinn ræður ríkjum.

Hún eignast óvenjulega vinkonu í Goðheimum þar sem er valkyrjan Brynhildur og saman lenda þær í ævintýrum og hættum.

Við sögu koma líka goð, jötnar, þar á meðal Mímir, dvergar, landvættir og Loki, sá lævísi hrekkjalómur, sem er alltaf jafn varasamur.

Kápan
Fyrsta bókin um ævintýri Hildar í Goðheimum.

Verðlaunahöfundurinn Elías Snæland Jónsson er löngu kunnur fyrir að hafa skrifað fjölmargar barna- og unglingabækur sem hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar. Hann hefur unnið til Íslensku barnabókaverðlaunanna og hlotið tilnefningu á alþjóðlegan heiðurslista IBBY-samtakanna.

Á vefsíðunni Valkyrjan.com segir ekki aðeins frá bókunum Valkyrjan og Drekagaldur, heldur er einnig fjallað um Goðheima þar sem sögurnar gerast. Meðal annars er leitast við að svara ýmsum spurningum um forvitnilegu veröld valkyrjanna sem vakna við lestur bókanna. Einnig er vísað á aðrar vefsíður um lífið í Goðheimum.

Elías Snæland Jónsson, höfundur Valkyrjunnar og Drekagaldurs.
Veröld valkyrjanna
Spennandi sögur um ævintýri í Goðheimum
Valkyrjan.com
Önnur bókin um ævintýri Hildar í Goðheimum.
Hildur í hættuför

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Koop Avidart zonder Recept, Kopen Avodart Online Compra Acimox sem prescrição, Comprar Amoxil Online Buy Amoxil online. Order (Amoxicillin) online Pharmacy | Heals Assistants Kaufen Atomoxetin (Strattera) Online ohne rezept Comprar Abaglin sin receta, Compra Neurontin en línea Comprar Glucophage sin receta, Compra Glucophage en línea

Æsilegt framhald

Sagan "Drekagaldur" er sjálfstætt framhald "Valkyrjunnar" og þar segir frá nýjum afar spennandi ævintýrum Hildar í Goðheimum.

Þegar Hildur kemur aftur til Goðheima refsar Óðinn valkyrjunni Brynhildi afar grimmilega. Hildur verður að leggja sig í mikla hættu til að reyna að bjarga vinkonu sinni frá eilífri útskúfun.

Á langri og erfiðri ferð um furðuveröld Goðheima tekst Hildur á við marga ógnvænlega andstæðinga, en eignast líka óvænta bandamenn. Hún lærir að beita römmum göldrum valkyrjanna gegn óvinum sínum og fær óvæntar ábendingar sem virðast varpa nýju ljósi á ætt hennar og uppruna.

"Drekagaldur" er ævintýraleg saga um spennandi baráttu Hildar fyrir lífi sínu og réttlæti í veröld valkyrja, goða, jötna, dverga, svartálfa og manna.